Enski boltinn

Stuðningsmenn Newcastle mótmæla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mike Ashley, eigandi Newcastle, er hér fyrir miðju.
Mike Ashley, eigandi Newcastle, er hér fyrir miðju. Nordic Photos / Getty Images

Stuðningsmenn Newcastle ætla að safnast saman fyrir leik félagsins gegn Hull á morgun til þess að lýsa yfir óánægju sinni með Mike Ashley, eiganda félagsins.

Margir stuðningsmannanna eru óánægðir með að Kevin Keegan hætti hjá félaginu. Það gerði hann þar sem að honum þótti hann ekki hafa algert vald yfir leikmannamálum félagsins.

Mótmælt verður á fimm stöðum í miðborg Newcastle og við St. James' Park, sem er í næsta nágrenni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×