Lífið

Bíllinn gjörónýtur hjá Morgan Freeman - mynd

Stórleikarinn Morgan Freeman er á batavegi eftir eftir alvarlegt bílslys sem hann lenti í nærri heimili sínu í Mississippi í fyrradag.

Freeman, sem er 71 árs gamall, var sjálfur við stýrið á bifreið sinni Nissan Maxima '97 módel þegar hann missti stjórnina og ók fram af vegarbrúninni með þeim afleiðingum að bíllinn fór nokkrar veltur uns hann hafnaði á hvolfi í skurði.

Eins og myndin sýnir er bíll leikarans gjörónýtur en sjálfur er hann brotinn á hendi og olnboga og axlir skaddaðar að sama skapi. Talsmaður leikarans segir hann við góða heilsu andlega fullan tilhlökkunar að ná fullri heilsu á ný.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.