Lífið

Heidi Klum í fanta formi - myndir

Ofurfyrirsætan Heidi Klum býr yfir langri reynslu þegar kemur að fyrirsætustörfum.

Í sumarfríinu situr hún fyrir hjá eiginmanni sínum, söngvaranum Seal, sem skemmtir sér við að mynda eiginkonu sína.

Þau eiga ýmislegt sameiginlegt eins og að vilja fjölga mannkyninu að eigin sögn. Saman eiga hjónin tvö börn, þau Henry tveggja ára og Johan eins árs.

„Svo margir af vinum okkar segjast ekki vilja fleiri börn en hvorki ég né Seal höfum nokkurn tíman minnst á það," sagði Heidi í júlíhefti tímaritsins Redbook.

Heidi Klum sem á einnig eina dóttur frá fyrra sambandi, Leni fjögurra ára, er í fanta formi eins og myndirnar sýna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.