Bubbi í lífsháska á gúmmítuðru með útvarpsstjóra Breki Logason skrifar 5. ágúst 2008 12:16 Bubbi Morthens ætlar aldrei að sigla aftur. Þegar Bubbi Morthens hætti að starfa sem farandverkari, sjómaður og frystihúsaþræll árið 1979 ákvað hann að fara aldrei aftur í bát, nema líf lægi við. Um helgina var hann hinsvegar talaður inn á að sigla á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þar sem ekki var flogið. 10-12 þúsund manns sungu með lögum Bubba í brekkunni en síðan var farið með björgunarbát aftur að Bakka. Báturinn fer hinsvegar ekki alveg upp í fjöru og því þurfti að fara síðasta spölinn á lítilli gúmmítuðru. „Ég hef ekki orðið svona skelkaður síðan ég var barn, þetta var virkilega óþægileg lífsreynsla," segir Bubbi sem óttaðist um líf sitt þegar öldurnar gengu yfir bátinn. Um borð í gúmmítuðrunni voru auk Bubba þeir Páll Eyjólfsson umboðsmaður, Páll Magnússon útvarpsstjóri og Páll Pálsson, sonur útvarpsstjóra. „Það sem gerist er að við förum inn á röngum stað og okkur tók niður inni í brimsköflunum," segir Bubbi en 2-3 metra háar öldur skella á bátinn á hlið og aftan frá þannig að báturinn fyllist af vatni. Um borð var einnig Vestmannaeyingur sem er vanur sjómaður og heitir Heimir Geirsson. Bubbi vill meina að hann hafi bjargað málum með því að leiðbeina stráknum sem stýrði bátnum. „Ég er voðalega feginn að vera lifandi og það datt allt með okkur sem gat dottið með okkur. Á öðrum degi hefði eitthvað annað getað gerst." Bubbi segir að viðbrögð Heimis hafi skipt sköpum en hann sagði drengnum sem stýrði bátnum að snúa upp í ölduna. „Ég heyrði síðan öldurnar ganga yfir og hann sagði honum að koma okkur út." Bubbi segir að allir sem um borð voru hafi verið sammála um að þeir hafi verið í lífsháska. „Þetta fór þó allt á besta veg og það er auðvitað engum um að kenna þegar svona gerist. Þetta er samt eitthvað sem maður óskar sér ekki að lenda í." Páll Eyjólfsson, umboðsmaður Bubba, upplifði atvikið svipað. „Maður veit aldrei hvernig þetta hefði getað farið en þetta voru sannarlega aðstæður sem hefðu getað farið illa." Bubbi segir þó að brekkusöngurinn hafi gengið vel. „Það er auðvitað magnað að heyra þennan fjölda syngja lögin sín. Það sem stendur samt auðvitað upp úr er að lenda í svona lífsreynslu." Aðspurður hvort hann ætli að sigla aftur í bráð er Bubbi fljótur að svara: „Aldrei". Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Lífið Fleiri fréttir Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Sjá meira
Þegar Bubbi Morthens hætti að starfa sem farandverkari, sjómaður og frystihúsaþræll árið 1979 ákvað hann að fara aldrei aftur í bát, nema líf lægi við. Um helgina var hann hinsvegar talaður inn á að sigla á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þar sem ekki var flogið. 10-12 þúsund manns sungu með lögum Bubba í brekkunni en síðan var farið með björgunarbát aftur að Bakka. Báturinn fer hinsvegar ekki alveg upp í fjöru og því þurfti að fara síðasta spölinn á lítilli gúmmítuðru. „Ég hef ekki orðið svona skelkaður síðan ég var barn, þetta var virkilega óþægileg lífsreynsla," segir Bubbi sem óttaðist um líf sitt þegar öldurnar gengu yfir bátinn. Um borð í gúmmítuðrunni voru auk Bubba þeir Páll Eyjólfsson umboðsmaður, Páll Magnússon útvarpsstjóri og Páll Pálsson, sonur útvarpsstjóra. „Það sem gerist er að við förum inn á röngum stað og okkur tók niður inni í brimsköflunum," segir Bubbi en 2-3 metra háar öldur skella á bátinn á hlið og aftan frá þannig að báturinn fyllist af vatni. Um borð var einnig Vestmannaeyingur sem er vanur sjómaður og heitir Heimir Geirsson. Bubbi vill meina að hann hafi bjargað málum með því að leiðbeina stráknum sem stýrði bátnum. „Ég er voðalega feginn að vera lifandi og það datt allt með okkur sem gat dottið með okkur. Á öðrum degi hefði eitthvað annað getað gerst." Bubbi segir að viðbrögð Heimis hafi skipt sköpum en hann sagði drengnum sem stýrði bátnum að snúa upp í ölduna. „Ég heyrði síðan öldurnar ganga yfir og hann sagði honum að koma okkur út." Bubbi segir að allir sem um borð voru hafi verið sammála um að þeir hafi verið í lífsháska. „Þetta fór þó allt á besta veg og það er auðvitað engum um að kenna þegar svona gerist. Þetta er samt eitthvað sem maður óskar sér ekki að lenda í." Páll Eyjólfsson, umboðsmaður Bubba, upplifði atvikið svipað. „Maður veit aldrei hvernig þetta hefði getað farið en þetta voru sannarlega aðstæður sem hefðu getað farið illa." Bubbi segir þó að brekkusöngurinn hafi gengið vel. „Það er auðvitað magnað að heyra þennan fjölda syngja lögin sín. Það sem stendur samt auðvitað upp úr er að lenda í svona lífsreynslu." Aðspurður hvort hann ætli að sigla aftur í bráð er Bubbi fljótur að svara: „Aldrei".
Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Lífið Fleiri fréttir Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein