Lífið

Pabbi Lohan ekki í neinu stuði fyrir lesbískt brúðkaup

Hjónaband samkynhneigðra var nýlega lögleitt í Kaliforníu, en það er eitthvað í að frægustu lesbíur fylkisins, Lindsay Lohan og Samantha Ronson gifti sig. Og færi svo að þær gangi í það heilaga lítur ekki út fyrir að pabbi Lindsay muni leiða hana upp að altarinu.

„Ég hef ekki heyrt neitt um væntanlegt brúðkaup frá Lindsay, en ef hún ætlar að giftast Sam þá held ég ekki að hún muni biðja mig um að leiða sig upp að altarinu," sagði Michael Lohan við slúðursíðuna The Scoop. „Hún veit að ég er kristinn maður og myndi aldrei biðja mig um þetta."

Michael segir það þó alls ekki svo að hann styðji dóttur sína og sambönd hennar ekki. Hann geri það bara með öðrum hætti. „Ég vil að hún sé hamingjusöm og heilbrigð og haldi sig á beinu brautinni," sagði Michael. „Ef við ræðum samband hennar við Sam þá segi ég að ég vilji að hún sé hamingjusöm."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.