Enski boltinn

Savage má fara frá Derby

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robbie Savage (efst) fagnar marki með Derby.
Robbie Savage (efst) fagnar marki með Derby. Nordic Photos / Getty Images

Robbie Savage hefur verið tilkynnt að honum sé heimilt að fara frá Derby á lánssamningi til annars félags.

Derby vann á dögunum sinn fyrsta leik undir stjórn Paul Jewell en þá höfðu liðið 362 dagar frá því að liðið vann sinn síðasta deildarleik. Þetta var fyrsti sigur Jewell í 27 leikjum með Derby.

„Umboðsmaður Robbie spurði hvort hann mætti fara á lánssamningi annað og við sögðum já. Fólk mun sjálfsagt fyrst og fremst velta fyrir sér launum hans en við erum reiðubúnir að hjálpa til í þeim efnum ef það er það sem Robbie vill."

Savage kom til Derby í janúar síðastliðnum og hefur aðeins einu sinni verið í byrjunarliði Derby í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×