Enski boltinn

Torres kláraði Everton á þremur mínútum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Liverpool fagna síðara marki torres í dag.
Leikmenn Liverpool fagna síðara marki torres í dag. Nordic Photos / Getty Images

Fernando Torres skoraði tvívegis á þremur mínútum fyrir Liverpool gegn Everton og tryggði sínum mönnum þar með 2-0 sigur á Goodison Park.

Robbie Keane lagði upp fyrra markið fyrir Torres á 59. mínútu. Keane var við endalínuna þegar hann náði að senda fyrir markið á Torres sem var dauðafrír og átti í engum vandræðum með að klára færið.

Aðeins þremur mínútum síðar komst Liverpool aftur í stórhættulega sókn. Dirk Kuyt var í góðri stöðu en Phil Jagielka tæklaði hann niður. Boltinn fór beint fyrir fætur Torres sem þrumaði knettinum í netið.

Tim Cahill fékk besta færi Everton í leiknum en hann hitti boltann illa í góðu færi eftir hornspyrnu Mikel Arteta.

Cahill fékk svo að líta rauða spjaldið frá Mike Riley fyrir að brjóta á Xabi Alonso. Cahill fékk að líta beint rautt fyrir brotið.

Sigurinn þýðir að þetta er besta byrjun Liverpool frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×