Lífið

Gwyneth Paltrow þjáðist af fæðingarþunglyndi

MYND/Getty

Leikkonan og Óskarsverðlaunahafinn Gwyneth Paltrow þjáðist af alvarlegu fæðingarþunglyndi eftir fæðingu Mósesar, seinna barns hennar og rokkarans Chris Martin.

Í viðtali í nýjasta hefti Vogue segir Paltrow að eftir fæðingu drengsins hafi henni liðið einkennilega, ekki tengst barninu og verið leið og svartsýn. Hún hafi ekki áttað sig á hvað var að henni fyrir en löngu síðar þegar hún rifjaði tímabilið upp.

Hún er þó ekki í nokkrum vafa hvað olli þunglyndinu. Á meðan hún gekk með Apple, fyrra barn parsins, hafi hún verið dugleg að mæta í nudd og nálastungu, en það hafi hún hinsvegar ekki gert á seinni meðgöngunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.