Lífið

K-fed eyðir milljónum Britneyjar á skemmtistöðum

Kevin var kosinn pabbi ársins af Details tímaritinu.
Kevin var kosinn pabbi ársins af Details tímaritinu.
Britney Spears þarf að greiða lögfræðikostnað Kevins Federline í skilnaðarmáli þeirra vegna þess hversu „hlutfallslega" fátækur hann er í samanburði við eiginkonuna fyrrverandi.

En það er ekki það eina sem að Britneyjarbanki þarf að punga út fyrir K-Fed. Samkvæmt gögnum í málinu náði drengurinn á átta mánaða tímabili að eyða sem samsvarar tæpum fjórum milljónum króna í hótelherbergi og veitingar í Las Vegas.

Einn daginn eyddi rapparinn tæpum 200 þúsund krónum á sundlaugabar, og á einu góðu kvöldi á TAO næturklúbbnum rúmum 210 þúsundum. Dagsheimsókn á Hard Rock strandklúbbinn kostaði svo rúmar 220 þúsund krónur.

Vafasömust hlýtur þó að teljast heimsókn á Scores nektardansklúbbinn. Þar eyddi hann um 27 þúsund krónum, en skildi eftir 150 þúsund í þjórfé - allt á kostnað Britney.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.