Innlent

Búist við sigri demókrata á öllum vígstöðvum

Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur.
Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur.

„Ég held að það bendi allt til þess að Obama nái að vinna sigur," segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Baldur er staddur á kosningavöku bandaríska sendiráðsins sem haldinn er á Grand Hótel.

Baldur segir að ástæðan fyrir yfirburðum Obama yfir McCain sé sú að stríðsrekstur Bush í Írak hafi hlotið mikla gagnrýni á meðal kjósenda og að efnahagsástandið í Bandaríkjunum sé repúblikananum McCain mjög erfitt. Baldur segir raunar að verði munurinn einungis þau 6-7% sem spáð hafi verið sé það í raun ágætis árangur hjá McCain miðað við aðstæður.

Baldur segir að ef demókratar nái 60 mönnum inn í öldungadeildina verði það verulegur sigur sigur fyrir þá því að þá geti repúblikanar ekki tafið þingstörf með málþófi. Baldur segir að demókrötum sé spáð sigri bæði í fulltrúadeild og öldungadeild en svo eigi bara eftir að koma í ljós hve stór sigurinn verði.

Baldur segir að mikil stemning sé á Grand Hótel og fólk bíði í röðum eftir því að komast inn í húsið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×