Lífið

Góðir gestir með Gæðablóð

Hljómsveitin Gæðablóð stígur á stokk í kvöld á Sportbarnum við Hverfisgötu ásamt góðum gestum. Með sveitinni að þessu sinni syngja þau Eggert Jóhannsson kaupmaður, Andrea Gylfadóttir söngkona og Heiðrún Hallgrímsdóttir barþjónn.

Gæðablóð er samvinna þeirra Tómasar Tómassonar bassaleikara Stuðmanna, Magnúsar Einarssonar úr Sviðin Jörð og Kormáks Bragasonar úr South River Band. Aðspurður um tónlist þeirra segir Tómas..."þetta er sentimetal hjá okkur út í gegn."

Tónleikarnir hefjast um níu-leytið og boðið verður upp á sérstakann Gæðablóðs-kokteil á barnum. Það mun vera einfaldur brensi í vatni með dash af Grenandine.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.