Byggðasjónarmið eiga að ráða stóriðjuuppbyggingu 24. mars 2007 18:30 Smári Geirsson bæjarfulltrúi í Fjarðarbyggð, segir ekkert hafa komið út úr loforðum náttúruverndarsinna sem lofað hafi Vestfirðingum aðstoð við atvinnuuppbyggingu eftir að þeir lýstu Vestfirði stóriðjulaust svæði árið 2003. Hann telur að byggðasjónarmið eigi að ráða uppbyggingu stóriðjunnar og segir enga þörf á auknum umsvifum álvera á höfuðborgarsvæðinu. Smári Geirsson bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð er einn ötulasti baráttumaðurinn fyrir uppbyggingu stóriðju á Austfjörðum. Hann segir uppbygginguna ganga vel, búið sé að ráða í yfir 200 störf í álverinu og enn eigi eftir að ráða í 130, en eftirsóknin sé töluvert mikil eftir störfunum. Hann segir Austfirðinga hugsa mikið til Vestfirðinga nú þegar þeir krefjist aðgerða til að auðga atvinnulíf á Vestfjörðum. Hann minnist þess hins vegar þegar Vestfirðingar lýstu fjórðunginn stóriðjulausan og óskað eftir aðstoð náttúruverndarsamtaka við að finna ný atvinnutækifæri á Vestfjörðum. "Náttúruverndarsamtökin tóku þessu afskaplega vel og töluðu mikið um að það væri annað að hlusta á viðhorf Vestfirðinga en viðhorf stóriðjusinnaanna fyrir Austan," sagði Smári í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Hins vegar hafi ekkert komið út úr þessu starfi. Ekki neitt. Smári segir að fyrst og fremst eigi að skoða orkufrekan iðnað sem byggðamál. Fyrir utan um fjögur hundruð störf sem skapist beint í álverinu fyrir austan, muni t.d. á þriðja hundrað störf skapast í kring um álvershöfnina og hafnir í Fjarðarbyggð muni koma næstar á eftir Faxaflóahöfnum í stærð og umfangi. "Þess vegna held ég að menn eigi að skoða það mjög vandlega hvort ekki sé skynsamlegt að fara í þessa framkvæmd á Húsavík. Og það á að vera forgangsframkvæmd að mínu viti," segir Smári. Hann segist hins vegar ekki sjá að það sé ofboðsleg þörf fyrir mikla atvinnuuppbyggingu á suðvesturhorni landsins, þótt ef hann væri Hafnfirðingur myndi hann kjósa með stækkun álversins í Straumsvík. "En þegar ég horfi á þetta mál, eins og ég geri yfirleitt sem landsbyggðarmaður og skoða það, þá er ég þeirrar skoðunar að það sé engin sérstök ástæða til þessarar uppbyggingar hvorki í Straumsvík né í Helguvík," segir Smári Geirsson bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Smári Geirsson bæjarfulltrúi í Fjarðarbyggð, segir ekkert hafa komið út úr loforðum náttúruverndarsinna sem lofað hafi Vestfirðingum aðstoð við atvinnuuppbyggingu eftir að þeir lýstu Vestfirði stóriðjulaust svæði árið 2003. Hann telur að byggðasjónarmið eigi að ráða uppbyggingu stóriðjunnar og segir enga þörf á auknum umsvifum álvera á höfuðborgarsvæðinu. Smári Geirsson bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð er einn ötulasti baráttumaðurinn fyrir uppbyggingu stóriðju á Austfjörðum. Hann segir uppbygginguna ganga vel, búið sé að ráða í yfir 200 störf í álverinu og enn eigi eftir að ráða í 130, en eftirsóknin sé töluvert mikil eftir störfunum. Hann segir Austfirðinga hugsa mikið til Vestfirðinga nú þegar þeir krefjist aðgerða til að auðga atvinnulíf á Vestfjörðum. Hann minnist þess hins vegar þegar Vestfirðingar lýstu fjórðunginn stóriðjulausan og óskað eftir aðstoð náttúruverndarsamtaka við að finna ný atvinnutækifæri á Vestfjörðum. "Náttúruverndarsamtökin tóku þessu afskaplega vel og töluðu mikið um að það væri annað að hlusta á viðhorf Vestfirðinga en viðhorf stóriðjusinnaanna fyrir Austan," sagði Smári í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Hins vegar hafi ekkert komið út úr þessu starfi. Ekki neitt. Smári segir að fyrst og fremst eigi að skoða orkufrekan iðnað sem byggðamál. Fyrir utan um fjögur hundruð störf sem skapist beint í álverinu fyrir austan, muni t.d. á þriðja hundrað störf skapast í kring um álvershöfnina og hafnir í Fjarðarbyggð muni koma næstar á eftir Faxaflóahöfnum í stærð og umfangi. "Þess vegna held ég að menn eigi að skoða það mjög vandlega hvort ekki sé skynsamlegt að fara í þessa framkvæmd á Húsavík. Og það á að vera forgangsframkvæmd að mínu viti," segir Smári. Hann segist hins vegar ekki sjá að það sé ofboðsleg þörf fyrir mikla atvinnuuppbyggingu á suðvesturhorni landsins, þótt ef hann væri Hafnfirðingur myndi hann kjósa með stækkun álversins í Straumsvík. "En þegar ég horfi á þetta mál, eins og ég geri yfirleitt sem landsbyggðarmaður og skoða það, þá er ég þeirrar skoðunar að það sé engin sérstök ástæða til þessarar uppbyggingar hvorki í Straumsvík né í Helguvík," segir Smári Geirsson bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira