Enska vörnin sú besta í Evrópu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. október 2007 11:27 Micah Richards hefur staðið sig afar vel með enska landsliðinu. Hér á hann í höggi við Ragnar Klavan, leikmann eistneska landsliðsins. Nordic Photos / Getty Images Landslið Englands hefur mátt sæta mikillar gagnrýni að undanförnu heima fyrir en ekki er hægt að þræta fyrir að vörn liðsins hefur staðið sig vel. Englendingar hafa reyndar unnið fimm leiki í röð en þar á undan tapað fyrir Króatíu og gert markalaus jafntefli við Ísrael á útivelli og Makedóníu heima. Þá fékk Steve McClaren, landsliðsþjálfari, það óþvegið í ensku pressunni en hann hefur nú svarað gagnrýnendum sínum. Önnur rós í hnappagat hans er sú staðreynd að enska vörnin hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í allri keppninni. Þau mörk komu reyndar í sama leiknum, í 2-0 tapleik gegn Króatíu. Annað þeirra marka var reyndar ótrúlegt sjálfsmark Gary Neville þar sem Paul Robinson ætlaði að sparka boltanum út en hitti hann ekki. Boltinn rann einfaldlega í netið. Englendingar hafa því haldið hreinu í níu leikjum af tíu í keppninni. Liðið er þó ekki enn búið að tryggja sig áfram í úrslitakeppni EM 2008. Framundan eru tveir gríðarlega mikilvægir leikir gegn helstu keppinautum sínum í E-riðli. Á miðvikudag mætir England Rússlandi. Með sigri tryggja þeir ensku að þeir lenda í öðru tveimur toppsætum riðilsins. Króatía er á toppnum, þremur stigum á undan þeim ensku. Þessi lið mætast í lokaumferð riðilsins og má ætla af markatölu liðanna að Króötum dugir þar jafntefli til að tryggja sér toppsætið. Leikurinn við Rússa fer fram í Moskvu en leikurinn mikilvægi gegn Króatíu á Wembley. Þau lið sem hafa fengið á sig eitt mark eða færri að meðaltali í undankeppni EM 2008: 1. England 0,20 mörk á sig að meðaltali (tvö mörk í tíu leikjum) 2. Frakkland 0,30 (3/10) 3. Holland 0,33 (3/9) 4. Króatía 0,40 (4/10) 5. Þýskaland 0,44 (4/9) - Tékkland 0,44 (4/9) - Rússland 0,44 (4/9) - Svíþjóð 0,44 (4/9) 9. Finnland 0,50 (6/12) 10. Rúmenía 0,56 (5/9) 11. Búlgaría 0,67 (6/9) 12. Ítalía 0,70 (7/10) 13. Serbía 0,73 (8/11) 14. Albanía 0,78 (7/9) 15. Skotland 0,80 (8/10) - Spánn 0,80 (8/10) 17. Portúgal 0,82 (9/11) 18. Pólland 0,83 (10/12) 19. Armenía 0,89 (8/9) - Noregur 0,89 (8/9) - Danmörk 0,89 (8/9) 22. Grikkland 1,00 (9/9) - Tyrkland 1,00 (9/9) Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira
Landslið Englands hefur mátt sæta mikillar gagnrýni að undanförnu heima fyrir en ekki er hægt að þræta fyrir að vörn liðsins hefur staðið sig vel. Englendingar hafa reyndar unnið fimm leiki í röð en þar á undan tapað fyrir Króatíu og gert markalaus jafntefli við Ísrael á útivelli og Makedóníu heima. Þá fékk Steve McClaren, landsliðsþjálfari, það óþvegið í ensku pressunni en hann hefur nú svarað gagnrýnendum sínum. Önnur rós í hnappagat hans er sú staðreynd að enska vörnin hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í allri keppninni. Þau mörk komu reyndar í sama leiknum, í 2-0 tapleik gegn Króatíu. Annað þeirra marka var reyndar ótrúlegt sjálfsmark Gary Neville þar sem Paul Robinson ætlaði að sparka boltanum út en hitti hann ekki. Boltinn rann einfaldlega í netið. Englendingar hafa því haldið hreinu í níu leikjum af tíu í keppninni. Liðið er þó ekki enn búið að tryggja sig áfram í úrslitakeppni EM 2008. Framundan eru tveir gríðarlega mikilvægir leikir gegn helstu keppinautum sínum í E-riðli. Á miðvikudag mætir England Rússlandi. Með sigri tryggja þeir ensku að þeir lenda í öðru tveimur toppsætum riðilsins. Króatía er á toppnum, þremur stigum á undan þeim ensku. Þessi lið mætast í lokaumferð riðilsins og má ætla af markatölu liðanna að Króötum dugir þar jafntefli til að tryggja sér toppsætið. Leikurinn við Rússa fer fram í Moskvu en leikurinn mikilvægi gegn Króatíu á Wembley. Þau lið sem hafa fengið á sig eitt mark eða færri að meðaltali í undankeppni EM 2008: 1. England 0,20 mörk á sig að meðaltali (tvö mörk í tíu leikjum) 2. Frakkland 0,30 (3/10) 3. Holland 0,33 (3/9) 4. Króatía 0,40 (4/10) 5. Þýskaland 0,44 (4/9) - Tékkland 0,44 (4/9) - Rússland 0,44 (4/9) - Svíþjóð 0,44 (4/9) 9. Finnland 0,50 (6/12) 10. Rúmenía 0,56 (5/9) 11. Búlgaría 0,67 (6/9) 12. Ítalía 0,70 (7/10) 13. Serbía 0,73 (8/11) 14. Albanía 0,78 (7/9) 15. Skotland 0,80 (8/10) - Spánn 0,80 (8/10) 17. Portúgal 0,82 (9/11) 18. Pólland 0,83 (10/12) 19. Armenía 0,89 (8/9) - Noregur 0,89 (8/9) - Danmörk 0,89 (8/9) 22. Grikkland 1,00 (9/9) - Tyrkland 1,00 (9/9)
Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira