Krefjast þess að fatlaðir fái greidd umsamin laun 5. júlí 2007 13:22 MYND/ÁP Landssamtökin Þroskahjálp krefjast þess að kjör fatlaðra ungmenna sem taka þátt í samstarfsverkefni verði tafarlaust lagfærð í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag um vinnuframlag. Í fréttum Ríkisútvarpsins í gær var skýrt frá því að ungmennin fái ekki greidd laun í samræmi við atvinnuþáttöku. Um leið og Þroskahjálp fagnar því að fötluðum umgmennum sé gert kleift að vinna yfir sumartímann mótmæla samtökin því harðlega að þeim sé ekki greitt sanngjarnt kaup. Í tilkynningu frá Þroskahjálp kemur einnig fram að þau hvetja Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík til að gera ráðningarsamninga við skjólstæðinga sína í samvinnu við viðkomandi verkalýðsfélög og „tryggja þannig betur hag viðkomandi einstaklinga." Þá telja samtökin eðlilegt að þau fyrirtæki sem ungmennin starfa hjá greiði laun viðkomandi starfsmanns og viðurkenni þannig vinnuframlag þeirra. Samtökin segja að skýringin sem gefin hafi fyrir því að ungmenninn fengju ekki borguð umsamin laun hafi verið sú að ekki hefði fengist nægilegt fjármagn til verkefnisins og að fjöldi umsækjanda hefði verið meiri en gert var ráð fyrir. „Verkefnið felst í því að ungu fólki með þroskahömlun er gert kleift að vinna á almennum vinnumarkaði með þeim stuðningi sem þau þarfnast. Reynslan í sumar sýnir að ungmennin eru vinnusöm og samviskusöm og hafa notið þess mjög að fá tækifæri til að sýna hvað í þeim býr." Þá segir að með því að standa ekki við launasamninga felist að gróflega sé brotið á þeim enda almennt viðmið í samfélaginu að greitt skuli fyrir þá vinnu sem innt er af hendi. „Annað er einfaldlega óheiðarlegt. Í umræddum gjörningi felast afar neikvæð skilaboð til fatlaðra ungmenna þar sem fram kemur að það er í lagi að standa ekki við gerða samninga og vinnuframlag þeirra er lítils metið. Þá felast í gjörningnum þau skilaboð til samfélagsins að fatlaðir séu minna metnir en aðrir og að það sé í lagi að mismuna þeim. Slík skilaboð út í samfélag okkar frá þeim opinbera aðila sem ábyrgur er fyrir þjónustu við fatlaða eru afar alvarleg og algjörlega óásættanleg."Að auki segja samtökin að slík skilaboð séu ekki í „samræmi við það markmið laga um málefni fatlaðra að fatlaðir skuli búa við jafnrétti og sambærileg lífskjör og aðrir landsmenn né í anda þeirrar hugmyndafræði og laga sem Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra í Reykjavík á að vinna eftir," segir ennfremur í tilkynningu samtakanna. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Landssamtökin Þroskahjálp krefjast þess að kjör fatlaðra ungmenna sem taka þátt í samstarfsverkefni verði tafarlaust lagfærð í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag um vinnuframlag. Í fréttum Ríkisútvarpsins í gær var skýrt frá því að ungmennin fái ekki greidd laun í samræmi við atvinnuþáttöku. Um leið og Þroskahjálp fagnar því að fötluðum umgmennum sé gert kleift að vinna yfir sumartímann mótmæla samtökin því harðlega að þeim sé ekki greitt sanngjarnt kaup. Í tilkynningu frá Þroskahjálp kemur einnig fram að þau hvetja Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík til að gera ráðningarsamninga við skjólstæðinga sína í samvinnu við viðkomandi verkalýðsfélög og „tryggja þannig betur hag viðkomandi einstaklinga." Þá telja samtökin eðlilegt að þau fyrirtæki sem ungmennin starfa hjá greiði laun viðkomandi starfsmanns og viðurkenni þannig vinnuframlag þeirra. Samtökin segja að skýringin sem gefin hafi fyrir því að ungmenninn fengju ekki borguð umsamin laun hafi verið sú að ekki hefði fengist nægilegt fjármagn til verkefnisins og að fjöldi umsækjanda hefði verið meiri en gert var ráð fyrir. „Verkefnið felst í því að ungu fólki með þroskahömlun er gert kleift að vinna á almennum vinnumarkaði með þeim stuðningi sem þau þarfnast. Reynslan í sumar sýnir að ungmennin eru vinnusöm og samviskusöm og hafa notið þess mjög að fá tækifæri til að sýna hvað í þeim býr." Þá segir að með því að standa ekki við launasamninga felist að gróflega sé brotið á þeim enda almennt viðmið í samfélaginu að greitt skuli fyrir þá vinnu sem innt er af hendi. „Annað er einfaldlega óheiðarlegt. Í umræddum gjörningi felast afar neikvæð skilaboð til fatlaðra ungmenna þar sem fram kemur að það er í lagi að standa ekki við gerða samninga og vinnuframlag þeirra er lítils metið. Þá felast í gjörningnum þau skilaboð til samfélagsins að fatlaðir séu minna metnir en aðrir og að það sé í lagi að mismuna þeim. Slík skilaboð út í samfélag okkar frá þeim opinbera aðila sem ábyrgur er fyrir þjónustu við fatlaða eru afar alvarleg og algjörlega óásættanleg."Að auki segja samtökin að slík skilaboð séu ekki í „samræmi við það markmið laga um málefni fatlaðra að fatlaðir skuli búa við jafnrétti og sambærileg lífskjör og aðrir landsmenn né í anda þeirrar hugmyndafræði og laga sem Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra í Reykjavík á að vinna eftir," segir ennfremur í tilkynningu samtakanna.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira