Krefjast þess að fatlaðir fái greidd umsamin laun 5. júlí 2007 13:22 MYND/ÁP Landssamtökin Þroskahjálp krefjast þess að kjör fatlaðra ungmenna sem taka þátt í samstarfsverkefni verði tafarlaust lagfærð í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag um vinnuframlag. Í fréttum Ríkisútvarpsins í gær var skýrt frá því að ungmennin fái ekki greidd laun í samræmi við atvinnuþáttöku. Um leið og Þroskahjálp fagnar því að fötluðum umgmennum sé gert kleift að vinna yfir sumartímann mótmæla samtökin því harðlega að þeim sé ekki greitt sanngjarnt kaup. Í tilkynningu frá Þroskahjálp kemur einnig fram að þau hvetja Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík til að gera ráðningarsamninga við skjólstæðinga sína í samvinnu við viðkomandi verkalýðsfélög og „tryggja þannig betur hag viðkomandi einstaklinga." Þá telja samtökin eðlilegt að þau fyrirtæki sem ungmennin starfa hjá greiði laun viðkomandi starfsmanns og viðurkenni þannig vinnuframlag þeirra. Samtökin segja að skýringin sem gefin hafi fyrir því að ungmenninn fengju ekki borguð umsamin laun hafi verið sú að ekki hefði fengist nægilegt fjármagn til verkefnisins og að fjöldi umsækjanda hefði verið meiri en gert var ráð fyrir. „Verkefnið felst í því að ungu fólki með þroskahömlun er gert kleift að vinna á almennum vinnumarkaði með þeim stuðningi sem þau þarfnast. Reynslan í sumar sýnir að ungmennin eru vinnusöm og samviskusöm og hafa notið þess mjög að fá tækifæri til að sýna hvað í þeim býr." Þá segir að með því að standa ekki við launasamninga felist að gróflega sé brotið á þeim enda almennt viðmið í samfélaginu að greitt skuli fyrir þá vinnu sem innt er af hendi. „Annað er einfaldlega óheiðarlegt. Í umræddum gjörningi felast afar neikvæð skilaboð til fatlaðra ungmenna þar sem fram kemur að það er í lagi að standa ekki við gerða samninga og vinnuframlag þeirra er lítils metið. Þá felast í gjörningnum þau skilaboð til samfélagsins að fatlaðir séu minna metnir en aðrir og að það sé í lagi að mismuna þeim. Slík skilaboð út í samfélag okkar frá þeim opinbera aðila sem ábyrgur er fyrir þjónustu við fatlaða eru afar alvarleg og algjörlega óásættanleg."Að auki segja samtökin að slík skilaboð séu ekki í „samræmi við það markmið laga um málefni fatlaðra að fatlaðir skuli búa við jafnrétti og sambærileg lífskjör og aðrir landsmenn né í anda þeirrar hugmyndafræði og laga sem Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra í Reykjavík á að vinna eftir," segir ennfremur í tilkynningu samtakanna. Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
Landssamtökin Þroskahjálp krefjast þess að kjör fatlaðra ungmenna sem taka þátt í samstarfsverkefni verði tafarlaust lagfærð í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag um vinnuframlag. Í fréttum Ríkisútvarpsins í gær var skýrt frá því að ungmennin fái ekki greidd laun í samræmi við atvinnuþáttöku. Um leið og Þroskahjálp fagnar því að fötluðum umgmennum sé gert kleift að vinna yfir sumartímann mótmæla samtökin því harðlega að þeim sé ekki greitt sanngjarnt kaup. Í tilkynningu frá Þroskahjálp kemur einnig fram að þau hvetja Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík til að gera ráðningarsamninga við skjólstæðinga sína í samvinnu við viðkomandi verkalýðsfélög og „tryggja þannig betur hag viðkomandi einstaklinga." Þá telja samtökin eðlilegt að þau fyrirtæki sem ungmennin starfa hjá greiði laun viðkomandi starfsmanns og viðurkenni þannig vinnuframlag þeirra. Samtökin segja að skýringin sem gefin hafi fyrir því að ungmenninn fengju ekki borguð umsamin laun hafi verið sú að ekki hefði fengist nægilegt fjármagn til verkefnisins og að fjöldi umsækjanda hefði verið meiri en gert var ráð fyrir. „Verkefnið felst í því að ungu fólki með þroskahömlun er gert kleift að vinna á almennum vinnumarkaði með þeim stuðningi sem þau þarfnast. Reynslan í sumar sýnir að ungmennin eru vinnusöm og samviskusöm og hafa notið þess mjög að fá tækifæri til að sýna hvað í þeim býr." Þá segir að með því að standa ekki við launasamninga felist að gróflega sé brotið á þeim enda almennt viðmið í samfélaginu að greitt skuli fyrir þá vinnu sem innt er af hendi. „Annað er einfaldlega óheiðarlegt. Í umræddum gjörningi felast afar neikvæð skilaboð til fatlaðra ungmenna þar sem fram kemur að það er í lagi að standa ekki við gerða samninga og vinnuframlag þeirra er lítils metið. Þá felast í gjörningnum þau skilaboð til samfélagsins að fatlaðir séu minna metnir en aðrir og að það sé í lagi að mismuna þeim. Slík skilaboð út í samfélag okkar frá þeim opinbera aðila sem ábyrgur er fyrir þjónustu við fatlaða eru afar alvarleg og algjörlega óásættanleg."Að auki segja samtökin að slík skilaboð séu ekki í „samræmi við það markmið laga um málefni fatlaðra að fatlaðir skuli búa við jafnrétti og sambærileg lífskjör og aðrir landsmenn né í anda þeirrar hugmyndafræði og laga sem Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra í Reykjavík á að vinna eftir," segir ennfremur í tilkynningu samtakanna.
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira