Lífið

Ættleiðingarferli Madonnu í uppnámi

Madonna fékk bráðabirgðaforræði yfir David Banda í október 2006
Madonna fékk bráðabirgðaforræði yfir David Banda í október 2006 MYND/AP

Ættleiðing söngkonunnar Madonnu á hinum unga David Banda frá Malaví gæti verið í uppnámi eftir að embættismanni sem ætlað var að fylgja ættleiðingunni eftir var bannað að ferðast til Bretlands.

Félagsráðgjafinn Penstone Kilebame átti að fylgjast með ættleiðingarferlinu og voru tvær ferðir áætlaðar á heimili Madonnu í London en yfirvöld í Malaví stöðvuðu heimsóknirnar. Þau greindu Reuters fréttastofunni frá því að ekki væri víst að ættleiðingin gengi í gegn.

Kilembe, sem er forstjóri barnaverndarmála í Malavi, var ætlað að gefa Hæstarétti Malaví skýrslu um hvernig ættleiðingarferlið gengi. Madonna hefur eingöngu 18 mánaða bráðabirgðaforræði yfir David og mun ættleiðingin ekki ganga endanlega í gegn fyrr en sannað þykir að vel sé hugsað um hann. Nýr embættismaður verður nú sendur til London í stað Kilembe.

Justin Dzonzi, lögfræðingur í málinu, sagði ákvörðunina tefla ættleiðingunni í tvísýnu. Dómstóllinn mun einungis hlýða á þann sem kvaddur var til verksins.

Kate Kainja, ráðherra barna og kvennamála, í Malavi hefur ásakað Kilembane um að þiggja flugmiða og peninga frá Madonnu án samþykkis yfirvalda. "Okkur finnst hann hafa persónugert málið," sagði Kainja í samtali við Malawi News fréttablaðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.