Innlent

Með hassmola í sokknum á lögreglustöðinni

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/Hrönn

Heldur óvenjulegt fíkniefnamál kom upp í afgreiðslu lögreglustöðvarinnar á Suðurnesjum í morgun. Fíkniefnahundur frá tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli átti leið um afgreiðsluna og hafði hann mikinn áhuga á manni sem þar var staddur.

Við athugun kom í ljós að maðurinn hafi falið hassmola í öðrum sokki sínum og hann var umsvifalaust handtekinn en var sleppt lausum að lokinni skýrslutöku.

Þá greip lögregla þrjá menn í dag grunaða um ölvunarakstur og einn um lyfjaakstur. Enn fremur var tilkynnt um innbrot í heimahús í Höfnum í dag þar sem meðal annars var stolið tveimur fartölvum. Meintir innbrotsþjófar voru síðar stöðvaðir í Hafnarfirði og fannst þýfið í bifreið þeirra. Málið er enn í rannsókn að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×