Innlent

KR nær forystunni í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn

KR-ingar tóku í dag 2-1 forystu úrslitaeinvíginu í Iceland Express deild karla í körfubolta með því að leggja Njarðvíkinga í Njarðvík, 96-92.

KR-ingar höfðu nauma forystu í leikhléi en heimamenn höfðu góð tök á leiknum þangað til í lokin þegar KR-ingar tryggðu sér sigur á lokamínútunum eins og í síðasta leik.

Tyson Patterson var frábær í liði KR og skoraði 30 stig en Jeb Ivey og Brenton Birmingham skoruðu 19 hvor fyrir Njarðvík í æsilegum leik. KR-ingar geta því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á heimavelli í næsta leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×