Innlent

Björguðu erlendum ferðamönnum af Langjökli

Björgunarsveitin Brák í Borgarnesi var kölluð út í gærkvöldi til að ná í fjóra erlenda ferðamenn sem voru á gangi upp á Langjökli. Mennirnir höfðu verið á nokkura daga göngu á jöklinum og voru komir að jökulröndinni hvar ferðaþjónusta ætlaði að sækja þá.

Bílstjóri ferðaþjónustunnar komst hins vegar ekki á staðinn þar sem bíll hans sat fastur snjó og því var björgunarsveitin kölluð út. Ekki væsti um mennina en þeir komust sjálfir í skálann Jaka ofan við Húsafell og héldu til þar til uns björgunarsveitarmenn komust á staðinn.

Veður var slæmt og færðin erfið og tók það björgunarsveitarmenn nokkra klukkutíma að komast til mannanna. Björgunarsveitarmenn komu svo með ferðamennina til byggða um klukkan tvö í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×