Innlent

Slasaðist á hálsi í Laugardalslaug

MYND/Stefán

Karlmaður slasaðist á hálsi eftir að hann rak höfuðið í botn Laugardalslaugar á níunda tímanum í gær. Líklegt er talið að hann hafi stungið sér í grunnan hluta laugarinnar og slasast þannig. Kallað var á sjúkrabíl sem flutti manninn á Landspítalann. Honum er nú haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild og segir vakthafandi læknir á deildinni að hann verði þar næsta sólarhringinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×