Innlent

Ung kona kærir lögregluna fyrir meint harðræði

MYND/Guðmundur

Nítján ára kona hefur falið lögmanni sínum að leggja inn kæru á hendur lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna meints harðræðis við handtöku. Konan var handtekin aðfaranótt laugardags eftir að hafa sinnast við dyravörð á skemmtistað.

Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður konunnar, leggur inn kæruna inn á ríkissaksóknara í dag eða strax eftir helgi. Kæran er í þremur liðum en konan kærir lögregluna fyrir harðræði við handtöku. Hún kærir einnig fyrir kynferðislega áreitni þar sem hún var afklædd og henni hent nakinni inn í fangaklefa. Jafnframt kærir hún einn lögreglumannanna fyrir að kynferðisfordóma en hann hæddist að henni á grundvelli kynþáttar hennar en hún er dökk á hörund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×