Innlent

Framsókn ætlar að skerpa sína sérstöðu

Framsóknarmenn ætla að skerpa á sérstöðu sinni á flokksþingi, sem Jón Sigurðsson formaður setti á Hótel Sögu í morgun. Þar verður kosningastefnuskrá mótuð sem og áherslur flokksins í komandi kosningabaráttu.

Þetta er tveggja daga framhaldsflokksþing á þingi í fyrrasumar var ný stjórn flokksins kjörin. Meginhlutverk þessa þings verður að móta stefnuna fyrir komandi kosningar. Flokksformaður setti þingið á ellefta tímanum í morgun um leið og hann nauð gesti velkomna.

Í ræðum í morgun varð mönnum tíðrætt um dapra útkomu flokksins í könnunum að undanförnu og Jón segir að það verði stærsta verkefnið að hífa fylgið upp af öllum kröftum á næstu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×