Innlent

Séra Pétur Þórarinsson látinn

Séra Pétur Þórarinsson, sóknarprestur í Laufási, er látinn fimmtíu og fimm ára að aldri. Hann lést á Landspítalanum í gær. Árið 1996 kom út bókin Lífskraftur, baráttusaga Séra Péturs og Ingu í Laufási. Þar var farið yfir lífssögu Péturs sem barðist nær alla ævi við skæða sykursýki, sem hann greindist með á barnsaldri. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×