Erlent

Slapp ómeiddur þegar herþota hrapaði í Svíþjóð

Flugmaður sænskrar orrustuþotu slapp ómeiddur þegar vélin brotlenti um miðjan dag í dag. Maðurinn var á æfingu nálægt herstöð í Vidsel í Norður-Svíþjóð og hugðist koma inn til lendingar þegar eitthvað gerðist.

Skaut hann sér út úr vélinni með fallhlíf í nokkur hundruð metra hæð. Björgunarlið var fljótt á vettvang og var maðurinn fluttur á sjúkrahús til rannsóknar. Ekki liggur fyrir hvers vegna vélin brotlenti en rannsóknarnefnd flugslysa í Svíþjóð hefur rannsókn sína á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×