Gífurleg eyðilegging í stórbruna í miðbæ Reykjavíkur 19. apríl 2007 09:00 Gífurleg eyðilegging varð í miðbæ Reykjavíkur í gær þegar húsin að Lækjargötu 2 og Austurstræti 22 urðu eldi að bráð. Allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins barðist við eldinn í allan gærdag. Engin slys urðu á fólki þegar eldurinn braust út eða í aðgerðum á staðnum. Talið er að eldsupptök hafi verið í söluturni sem stendur á milli húsanna sem eru tvö af þeim elstu og sögufrægustu í Reykjavík. Ljóst er að mikið menningarsögulegt tjón hefur orðið. Húsið við Lækjargötu 2 er stórskemmt og húsið við Austurstræti 22 er gjörónýtt. Tilkynnt var um eldinn laust fyrir klukkan tvö í gær og var allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu þegar sent á staðinn. Voru um 100 manns, bæði lögreglu- og slökkviliðsmenn, á vettvangi þegar mest var. Reyk-kafarar fóru inn í húsin strax við komuna á vettvang og lögregla hófst handa við að rýma svæðið. Voru starfsskilyrði slökkviliðs afar erfið í allan gærdag á meðan slökkvistörfum stóð. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri segir ljóst að slökkviliðsmenn hafi lagt sig í mikla hættu en slökkvistarfið hafi gengið vonum framar miðað við hversu aðkoman var ljót. „Við þurftum að rífa þakið af Austurstræti 22 vegna þess hvað var mikil hrunhætta og ég treysti því ekki að senda inn menn í þessar hættulegu aðstæður.“ Jón Viðar telur að eldvarnir húsanna hafi ekki verið nægilega góðar, enda séu húsin gömul og erfitt að koma slíku við. Björn Karlsson, forstöðumaður Brunamálastofnunar, segir ljóst að eldvörnum hafi verið ábótavant í húsunum. „Annars hefði eldur ekki náð svona langt. En það er erfitt að fara að ítrustu kröfum í brunavörnum í gömlum friðuðum húsum því þau eru byggð eftir gömlum reglugerðum.“ Björn segir að við nýja starfsemi, eins og veitingahúsarekstur, verði að uppfylla byggingareglugerðir á þeim tíma. Það er hins vegar ekki alltaf hægt.“ Björn segir að eldvarnareftirlit þurfi stundum að slaka á kröfum vegna þess að viðkomandi hús sé menningarverðmæti og þeim megi ekki breyta. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá loftljósi í söluturni sem stendur á milli húsanna tveggja, að sögn Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Þórður Halldórsson, vettvangsstjóri lögreglunnar, segir að þrátt fyrir að mikinn fjölda fólks hafi drifið að og fylgst með brunanum hafi gengið mjög vel að rýma svæðið. „Fólk hefur verið mjög samvinnufúst og farið eftir öllum fyrirmælum lögreglu.“ Slökkviliðsmenn Brunavarna Suðurnesja stóðu vaktina í höfuðstöðvum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eftir að allt tiltækt slökkvilið af höfuðborgarsvæðinu hafði verið sent á vettvang. Þeirra hlutverk var að manna slökkvistöðina til að annast önnur útköll ef af yrði. Reykjarkófið frá eldinum sást úr nágrannabyggðarlögunum en reykurinn lagðist yfir miðborgina, bæði til suðurs og vesturs. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Gífurleg eyðilegging varð í miðbæ Reykjavíkur í gær þegar húsin að Lækjargötu 2 og Austurstræti 22 urðu eldi að bráð. Allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins barðist við eldinn í allan gærdag. Engin slys urðu á fólki þegar eldurinn braust út eða í aðgerðum á staðnum. Talið er að eldsupptök hafi verið í söluturni sem stendur á milli húsanna sem eru tvö af þeim elstu og sögufrægustu í Reykjavík. Ljóst er að mikið menningarsögulegt tjón hefur orðið. Húsið við Lækjargötu 2 er stórskemmt og húsið við Austurstræti 22 er gjörónýtt. Tilkynnt var um eldinn laust fyrir klukkan tvö í gær og var allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu þegar sent á staðinn. Voru um 100 manns, bæði lögreglu- og slökkviliðsmenn, á vettvangi þegar mest var. Reyk-kafarar fóru inn í húsin strax við komuna á vettvang og lögregla hófst handa við að rýma svæðið. Voru starfsskilyrði slökkviliðs afar erfið í allan gærdag á meðan slökkvistörfum stóð. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri segir ljóst að slökkviliðsmenn hafi lagt sig í mikla hættu en slökkvistarfið hafi gengið vonum framar miðað við hversu aðkoman var ljót. „Við þurftum að rífa þakið af Austurstræti 22 vegna þess hvað var mikil hrunhætta og ég treysti því ekki að senda inn menn í þessar hættulegu aðstæður.“ Jón Viðar telur að eldvarnir húsanna hafi ekki verið nægilega góðar, enda séu húsin gömul og erfitt að koma slíku við. Björn Karlsson, forstöðumaður Brunamálastofnunar, segir ljóst að eldvörnum hafi verið ábótavant í húsunum. „Annars hefði eldur ekki náð svona langt. En það er erfitt að fara að ítrustu kröfum í brunavörnum í gömlum friðuðum húsum því þau eru byggð eftir gömlum reglugerðum.“ Björn segir að við nýja starfsemi, eins og veitingahúsarekstur, verði að uppfylla byggingareglugerðir á þeim tíma. Það er hins vegar ekki alltaf hægt.“ Björn segir að eldvarnareftirlit þurfi stundum að slaka á kröfum vegna þess að viðkomandi hús sé menningarverðmæti og þeim megi ekki breyta. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá loftljósi í söluturni sem stendur á milli húsanna tveggja, að sögn Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Þórður Halldórsson, vettvangsstjóri lögreglunnar, segir að þrátt fyrir að mikinn fjölda fólks hafi drifið að og fylgst með brunanum hafi gengið mjög vel að rýma svæðið. „Fólk hefur verið mjög samvinnufúst og farið eftir öllum fyrirmælum lögreglu.“ Slökkviliðsmenn Brunavarna Suðurnesja stóðu vaktina í höfuðstöðvum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eftir að allt tiltækt slökkvilið af höfuðborgarsvæðinu hafði verið sent á vettvang. Þeirra hlutverk var að manna slökkvistöðina til að annast önnur útköll ef af yrði. Reykjarkófið frá eldinum sást úr nágrannabyggðarlögunum en reykurinn lagðist yfir miðborgina, bæði til suðurs og vesturs.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira