Innlent

Alþingi samþykkir að stofna stærsta þjóðgarð Evrópu

Vatnajökulsþjóðgarður, sem Alþingi samþykkti að stofna í gærkvöldi, verður stærsti þjóðgarður Evrópu. Hann mun ná yfir einn áttunda hluta Íslands.

Margir þingmenn fullyrtu raunar að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs væri eitt stærsta málið sem Alþingi samþykkti í vetur. Gert er ráð fyrir að tveir núverandi þjóðgarðar, þ.e. Skaftafellsþjóðgarður og þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum, renni strax í upphafi inn í Vatnajökulsþjóðgarð, sem formlega tekur til starfa í sumar. Garðurinn mun hafa sex meginstarfsstöðvar, í Ásbyrgi, Mývatnssveit, Skriðuklaustri, Hornafirði, Skaftafelli og Kirkjubæjarklaustri. Allir flokkur stóðu saman að afgreiðslu málsins úr umhverfisnefnd. Umhverfisráðherra fagnaði sérstaklega samþykkt laganna á Alþingi í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×