Innlent

Björgunarsveitir til aðstoðar fólki á Holtavörðuheiði - heiðinni lokað

Frá Hellisheiði í morgun.
Frá Hellisheiði í morgun. MYND/Stöð 2

Holtavörðuheiði hefur verið lokað vegna umferðarteppu og ófærðar og hafa björgunarsveitir frá Hvammstanga og Varmalandi verið kallaðar út til að aðstoða fólk í vandræðum.

Skömmu fyrir hádegi varð árekstur á heiðinni rétt sunnan við Hábungu en lögregla segir að engin slys hafi orðið á fólki. Lögregla telur að um tíu metra skyggni sé vestan megin í heiðinni og ræður fólki frá því að leggja á hana.

 

Vegagerðin segir í nýjustu tilkynningu sinni að Brattabrekka sé ófær og óvíst sé með mokstur þar vegna vonskuveðurs. Er fólki ráðlagt að fara frekar um Heydal.

Á Vestfjörðum er verið að moka bæði Klettsháls og Ísafjarðardjúp og segir Vegagerðin að búast megi við einhverri snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Snjóflóð lokar nú veginum í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi. Þá lokar snjóflóð Súðavíkurhlíðinni.

Þá er víða skafrenningur eða él á Norðurlandi og á Víkurskarði er mjög blint.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×