Lífið

J Lo ólétt!

Geislandi þann 11. september þegar hún kynnti hönnun sína á tískuvikunni í New York
Geislandi þann 11. september þegar hún kynnti hönnun sína á tískuvikunni í New York MYND/Getty

Jennifer Lopes hefur ekki farið leynt með að hana langi til að eignast barn. Hún mun hafa reynt að verða ólétt síðastliðin tvö ár. Eftir að hafa farið í vel heppnaða glasafrjóvgun berast nú fregnir af því að hún og eiginmaður hennar, Marc Anthony, eigi von á erfingja og jafnvel erfingjum með vorinu.

Í tímaritinu In Touch er Söng- og leikkonan sögð vera komin 12 vikur á leið en miklar vangaveltur voru um það hvort hægt væri að greina kúlu þegar hún kynnti hönnun sína, JustSweet, á tískuvikunni í New York á dögunum.

Getur þetta verið eitthvað annað en kúla?MYND/Getty

Samkvæmt heimildum In Touch mun jafnvel vera von á tvíburum en fóstrið mun hafa legið með þeim hætti í 12 vikna sónar að læknirinn gat ekki greint hvort um eitt eða tvö væri að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.