Innlent

Ákærður fyrir tilraun til manndráps

Sérsveit lögreglunnar yfirbugaði manninn eftir nokkurra klukkustundar umsátur í byrjun júnímánaðar.
Sérsveit lögreglunnar yfirbugaði manninn eftir nokkurra klukkustundar umsátur í byrjun júnímánaðar. MYND/HG

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps en hann skaut á konu sína með haglabyssu í Hnífsdal í byrjun síðasta mánaðar. Maðurinn hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar.

Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í dag.

Maðurinn er ákærður fyrir tilraun til manndráps en til vara hættulega líkamsárás. Hann skaut á konu sína úr haglabyssu með þeim afleiðingum að skotin fóru í gegnum peysu konunnar og auk þess rispaðist hún á andliti.

Hann hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn eftir nokkurra klukkustunda umsátur þann 8. júní síðastliðinn. Gæsluvarðhald hefur verið framlengt til 14. ágúst næstkomandi en málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×