Innlent

Samfylking boðar að sér seinki á ríkisstjórnarfund

MYND/Pjetur

Samfylkingin boðar að sér seinki á ríkisstjórnarfund sem átti að hefjast klukkan hálf tíu í morgun. Á fundinum á meðal annars að ræða tillögur sjávarútvegsráðherra um aflaheimildir fyrir næsta fiskveiðiár.

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, fundaði með þingflokki Samfylkingarinnar í morgun. Strax eftir þann fund var áætlað að ríkisstjórnarfundur myndi hefjast í stjórnarráðinu.

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins mætttu stundvíslega en ráðherrar Samfylkingarinnar létu hins vegar ekki sjá sig. Um tuttugu mínútum eftir að fundurinn átti að hefjast sendu ráðherrar Samfylkingarinar út þau skilaboð að þeir yrðu seinir fyrir. 

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×