Reynt að ná saman um stóru málin 21. maí 2007 18:30 Leiðtogar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eiga enn eftir að ná saman um tvo málaflokka en hlé var gert á stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna klukkan fjögur í dag. Ætla má að leiðtogunum reynist erfiðast að ná saman um stóriðjumál og Evrópumál og að jafnvel verði þeim erfitt að ná lendingu varðandi lándbúnaðinn. Stjórnarmyndunarviðræðurnar hafa nú staðið yfir í tæpa þrjá sólarhringa. Geir H Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar og sá fámenni hópur sem setið hefur fundi með þeim, hafa ekki viljað gefa neitt upp um innihald viðræðnanna.Miðað við stefnu flokkanna má hins vegar leiða líkum að því hvað muni reynast þeim erfiðast. Í kosningabaráttunni boðaði Samfylkingin frestun stóriðjuframkvæmda og virkjana þeim tengdum um nokkur ár á meðan mörkuðu yrði stefna um nýtingu orku landsins og verndun svæða. Þá færði flokkurinn einnig efnahagsleg rök fyrir þessari stefnu, sem voru þau að nauðsynlegt væri að kæla hagkerfið. Sjálfstæðisflokkurinn boðaði enga slíka stefnu. Ágreiningur flokkanna í Evrópumálum er öllum augljós. Samfylkingin hefur sýnt aðild að Evrópusambandinu mikinn áhuga og mælt fyrir því að samningsmarkmið Íslendinga yrðu skilgreind. Innan Sjálfstæðisflokksins er hins vegar mikil andstaða við allar þreyfingar í þessa átt og sagði einn heimildarmanna fréttastofunnar sem þekkir vel til innan flokksins, að það væri ávísun á klofning innan Sjálfstæðisflokksins ef ákvæði í þessa átt yrði sett í stjórnarsáttmála. Það er heldur ekki ólíklegt að forystumönnunum reynist snúið að marka stefnu í landbúnaðarmálum, þar sem Samfylkingin hefur m.a. viljað afnema innflutingshöft eins og vörugjöld og tolla, en Sjálfstæðismenn vilja flestir fara hægar í sakirnar í þeim efnum Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Leiðtogar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eiga enn eftir að ná saman um tvo málaflokka en hlé var gert á stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna klukkan fjögur í dag. Ætla má að leiðtogunum reynist erfiðast að ná saman um stóriðjumál og Evrópumál og að jafnvel verði þeim erfitt að ná lendingu varðandi lándbúnaðinn. Stjórnarmyndunarviðræðurnar hafa nú staðið yfir í tæpa þrjá sólarhringa. Geir H Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar og sá fámenni hópur sem setið hefur fundi með þeim, hafa ekki viljað gefa neitt upp um innihald viðræðnanna.Miðað við stefnu flokkanna má hins vegar leiða líkum að því hvað muni reynast þeim erfiðast. Í kosningabaráttunni boðaði Samfylkingin frestun stóriðjuframkvæmda og virkjana þeim tengdum um nokkur ár á meðan mörkuðu yrði stefna um nýtingu orku landsins og verndun svæða. Þá færði flokkurinn einnig efnahagsleg rök fyrir þessari stefnu, sem voru þau að nauðsynlegt væri að kæla hagkerfið. Sjálfstæðisflokkurinn boðaði enga slíka stefnu. Ágreiningur flokkanna í Evrópumálum er öllum augljós. Samfylkingin hefur sýnt aðild að Evrópusambandinu mikinn áhuga og mælt fyrir því að samningsmarkmið Íslendinga yrðu skilgreind. Innan Sjálfstæðisflokksins er hins vegar mikil andstaða við allar þreyfingar í þessa átt og sagði einn heimildarmanna fréttastofunnar sem þekkir vel til innan flokksins, að það væri ávísun á klofning innan Sjálfstæðisflokksins ef ákvæði í þessa átt yrði sett í stjórnarsáttmála. Það er heldur ekki ólíklegt að forystumönnunum reynist snúið að marka stefnu í landbúnaðarmálum, þar sem Samfylkingin hefur m.a. viljað afnema innflutingshöft eins og vörugjöld og tolla, en Sjálfstæðismenn vilja flestir fara hægar í sakirnar í þeim efnum
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira