Innlent

Þóra Sigríður nýr forstöðumaður Blindrabókasafnsins

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur skipað Þóru Sigríði Ingólfsdóttur í embætti forstöðumanns Blindrabókasafns Íslands til fimm ára, frá 1. júlí næstkomandi.

Hlutverk bókasafnsins er að sjá blindum, sjónskertum og öðrum þeim, sem ekki geta fært sér venjulegt prentað letur í nyt, fyrir alhliða bókasafnsþjónustu.

Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að Þóra sé með meistarapróf í almennum bókmenntafræðum en hún hefur starfað sem ritstjóri og kynningarstjóri hjá JPV útgáfu og starfað við  bóka- og hljóðbókaútgáfu. Alls bárust sjö umsóknir um embættið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×