Innlent

Skora á nýja ríkisstjórn að vernda Jökulsárnar í Skagafirði

MYND/Daníel R.

Áhugahópur um verndun Jökulsánna í Skagafirði hvetur verðandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar til að beita sér fyrir verndun ánna.

Bent er á í yfirlýsingu frá áhugahópnum að hugmyndir sem uppi hafa verið um virkjun ánna samræmist ekki yfirlýstri umhverfisstefnu annars stjórnarflokksins, sem meðal annars hafi friðun skagfirsku jökulsánna á stefnuskrá sinni.

Þá er enn fremur bent á að mikil andstaða sé í Skagafirði við Skatastaða- og Villinganesvirkjanir en uppbygging álvers á Bakka við Húsavík muni engu að síður krefjast þessara virkjana.

Til að vernda Jökulsárnar í Skagafirði sé því nauðsynlegt að fallið verði frá áætlunum um að reisa álver á Bakka, að öðrum kosti verði þær áfram í gíslingu stóriðjustefnunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×