Innlent

Alvarlegt slys lokar Suðurlandsvegi austan Hveragerðis

Af vettvangi.
Af vettvangi. MYND/Baldur
Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi rétt austan við Hveragerði í hádeginu. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er búið að loka Suðurlandsvegi í báðar áttir við Kotströnd. Um er að ræða árekstur jeppa og flutningabíls sem fóru framan á hvorn annan. Bílarnir voru að koma hvor úr sinni áttinni. Lögregla býst ekki við að hægt verði að opna veginn aftur fyrr en í fyrsta lagi á fjórða tímanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×