Minimalískur í Madríd 14. janúar 2007 11:30 Ben Frost ástralski tónlistarmaðuinn Ben Frost er á leiðinni til Madríd í byrjun febrúar. MYND/Rósa Ástralski tónlistarmaðurinn Ben Frost heldur tónleika á listahátíð í Madríd 2. febrúar næstkomandi. Ben gefur út hjá Bedroom Community sem er útgáfufyrirtæki Valgeirs Sigurðssonar. Ben mun á hátíðinni flytja nýtt tónverk, I Lay My Ear to Furious Latin, sem hann samdi fyrir sex gítara og býflugnabú. Verkið er flutt utandyra þar sem viðarstaflar eru á víð og dreif um ákveðið svæði og í hverjum stafla er mismunandi hljómur. Að auki hafa þeir allir einn sameiginlegan hljóm. Ben var valinn úr þúsundum flytjenda og er verkið eitt af fjórum tónverkum sem verða flutt á hátíðinni. Alls munu sjö listamenn af ýmsum toga taka þátt í hátíðinni.Einfalt hugtak á stórum skalaBen, sem hefur verið búsettur hér á landi í tvö ár, er mjög ánægður með að hafa fengið boð um að flytja verkið og segir það mikinn heiður bæði fyrir sig og Ísland. „Ég var í mánuð að semja það og þetta er frekar minimalískt verk,“ segir hann. „Þetta er einfalt hugtak sem er framkvæmt á stórum skala. Ég hlakka mikið til og það verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út.“ Til New York og ÁstralíuNýjasta plata Ben Frost, Theory of Machines, kom út hér á landi í fyrra. Nýja verkið er þó ekki að finna á henni. Platan er væntanleg í dreifingu víða um heim í mars og ætlar Ben að nota tækifærið og ferðast um heiminn til að kynna plötuna. Fer hann meðal annars til New York í mars og til heimalands síns Ástralíu. Alþjóðlegur listamaðurAuk sóló-verkefna sinna vinnur Ben verk sín á alþjóðlegan hátt í ýmsum myndum, svo sem í tengslum við gallerí-innsetningar, tónsmíðar fyrir kvikmyndir, auk dans- og margmiðlunaruppsetningar. Hann hefur meðal annars samið tónlist fyrir Íslenska dansflokkinn og starfað með fjöllistahópnum Cicada. Að auki hefur Ben unnið sem upptökustjóri og gert endurhljóðblandanir á tónlist fyrir listamenn á borð við Björk, Steintrygg, Neotropic, Lawrence English, Stars Like Fleas og Ai Yamamoto. Samstarf í GróðurhúsinuBen hefur starfað náið með Valgeiri Sigurðssyni, forsprakka Bedroom Community, í hljóðveri hans Gróðurhúsinu. Á Theory Of Machines nýtur Ben einmitt fulltingis Valgeirs, auk Sigtryggs Baldurssonar trommuleikara, og Hildar Guðnadóttur knéfiðluleikara. freyr@frettabladid.is Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Sjá meira
Ástralski tónlistarmaðurinn Ben Frost heldur tónleika á listahátíð í Madríd 2. febrúar næstkomandi. Ben gefur út hjá Bedroom Community sem er útgáfufyrirtæki Valgeirs Sigurðssonar. Ben mun á hátíðinni flytja nýtt tónverk, I Lay My Ear to Furious Latin, sem hann samdi fyrir sex gítara og býflugnabú. Verkið er flutt utandyra þar sem viðarstaflar eru á víð og dreif um ákveðið svæði og í hverjum stafla er mismunandi hljómur. Að auki hafa þeir allir einn sameiginlegan hljóm. Ben var valinn úr þúsundum flytjenda og er verkið eitt af fjórum tónverkum sem verða flutt á hátíðinni. Alls munu sjö listamenn af ýmsum toga taka þátt í hátíðinni.Einfalt hugtak á stórum skalaBen, sem hefur verið búsettur hér á landi í tvö ár, er mjög ánægður með að hafa fengið boð um að flytja verkið og segir það mikinn heiður bæði fyrir sig og Ísland. „Ég var í mánuð að semja það og þetta er frekar minimalískt verk,“ segir hann. „Þetta er einfalt hugtak sem er framkvæmt á stórum skala. Ég hlakka mikið til og það verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út.“ Til New York og ÁstralíuNýjasta plata Ben Frost, Theory of Machines, kom út hér á landi í fyrra. Nýja verkið er þó ekki að finna á henni. Platan er væntanleg í dreifingu víða um heim í mars og ætlar Ben að nota tækifærið og ferðast um heiminn til að kynna plötuna. Fer hann meðal annars til New York í mars og til heimalands síns Ástralíu. Alþjóðlegur listamaðurAuk sóló-verkefna sinna vinnur Ben verk sín á alþjóðlegan hátt í ýmsum myndum, svo sem í tengslum við gallerí-innsetningar, tónsmíðar fyrir kvikmyndir, auk dans- og margmiðlunaruppsetningar. Hann hefur meðal annars samið tónlist fyrir Íslenska dansflokkinn og starfað með fjöllistahópnum Cicada. Að auki hefur Ben unnið sem upptökustjóri og gert endurhljóðblandanir á tónlist fyrir listamenn á borð við Björk, Steintrygg, Neotropic, Lawrence English, Stars Like Fleas og Ai Yamamoto. Samstarf í GróðurhúsinuBen hefur starfað náið með Valgeiri Sigurðssyni, forsprakka Bedroom Community, í hljóðveri hans Gróðurhúsinu. Á Theory Of Machines nýtur Ben einmitt fulltingis Valgeirs, auk Sigtryggs Baldurssonar trommuleikara, og Hildar Guðnadóttur knéfiðluleikara. freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Sjá meira