Erlent

Reynt að bjarga sautján námaverkamönnum

Björgunarsveitarmenn í Kína reyna nú að bjarga 17 námuverkamönnum sem eru fastir í járnbrautargöngum í Hubei eftir að vatn flæddi inn í þau.

Þrjátíuogfimm mönnum var bjargað fljótlega og þeir færðir á sjúkrahús til aðhlynningar. Mennirnir sautján sem enn eru fastir eru sagðir við góða heilsu enn sem komið er og enginn þeirra er í bráðri lífshættu. Fyrir aðeins fjórum dögum var sextíu og níu kínverskum kolanámumönnum bjargað úr námugöngum sem hafði flætt inn í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×