Innlent

Landsmenn auka neyslu

MYND/Sigurður Jökull

Landsmenn juku neyslu verulega í síðsta mánuði samkvæmt smásöluvísitölu Rannsóknarseturs verslunarinnar. Alls jókst velta dagvöruverslunar um rúm 17 prósent í mars miðað við sama mánuð í fyrra. Aukningin í síðasta mánuði mun meiri en almennt gerist á þessum árstíma og aðeins sambærileg við þá aukningu sem á sér stað í kringum jólin.

Ástæða aukningarinnar er helst rakin til lækkunar á verði matvæla vegna virðisaukaskattslækkunar og afnám vörugjalda í byrjun síðasta mánaðar.

Mest jókst sala á fötum og skóm milli mánaða eða um rúm 35 prósent en þá jókst sala á áfengi um 12,3 prósent

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×