Fótbolti

Torres: Verðum að skora fyrsta markið

Fernando Torres
Fernando Torres NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Fernando Torres hjá Liverpool og spænska landsliðinu segir það afar mikilvægt að liðið nái að skora fyrsta markið í viðureign sinni við Íslendinga á Laugardalsvellinum á morgun.

"Það erfiðasta er að skora fyrsta markið, en ef við náum að gera það hef ég trú á því að við náum að klára verkefnið," sagði Torres við spænska fjölmiðla í morgun. "Það er auðveldara fyrir þá að verjast því þetta er lítill völlur og svo verða Íslendingarnir sáttir við að ná jafntefli í þessum leik. Vandinn verður að koma þessu fyrsta marki á þá," sagði Torres, sem verður væntanlega í byrjunarliði Spánverja á morgun ásamt hinum magnaða David Villa hjá Valencia. Torres segir byrjun sína á Englandi hafa gefið sér nýtt líf.

"Þegar ég var hjá Atletico vissi ég alltaf að ég yrði í liðinu sama hvað og það hefur ef til vill orðið til þess að ég hef ómeðvitað slakað aðeins á. Hjá Liverpool veit ég hinsvegar að ef ég slaka á eitt augnablik er ég kominn út úr liðinu undir eins. Ég er að skemmta mér konunglega hjá Liverpool og mér líður eins og þegar ég kom til Atletico fyrst. Ég er enn að venjast nýjum aðstæðum, en mörkin hafa sannarlega hjálpað mér að fóta mig," sagði framherjinn knái.

Félagi Torres hjá Liverpool, Xabi Alonso, verður væntanlega á miðjunni í leiknum og með honum þeir Xavi, Joaquin og David Silva.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×