Markalaust hjá Portsmouth og Arsenal - United hélt toppsætinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. desember 2007 21:43 Hermann Hreiðarsson og Alexander Hleb berjast um boltann. Nordic Photos / Getty Images Manchester United er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar eftir að Arsenal og Portsmouth gerðu markalaust jafntefli á Fratton Park í kvöld. Fyrir leikinn hafði Arsenal skorað í öllum sínum deildarleikjum á tímabilinu en þetta er langt í frá fyrsta markalausa jafntefli Portsmouth í ár. Leikurinn var sá síðasti sem var á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í dag en dagurinn hafði verið afar fjörlegur. Arsene Wenger ákvað að stilla upp sama liði og vann sigur á Tottenham um helgina en Harry Redknapp gerði þrjár breytingar á liði Portsmouth sem tapaði 4-1 fyrir Liverpool. Lauern og Kanu voru í byrjunarliði Portsmouth sem og Richard Hughes. Portsmouth hefur fjórum sinnum gert markalaust jafntefli á heimavelli í deildinni og fyrir utan 7-4 sigurinn á Reading hefur Portsmouth aðeins skorað fjögur mörk á heimavelli á tímabilinu. Leikurinn byrjaði þó fjörlega og bæði lið gerðu sig líkleg til að skapa usla fyrir framan mark andstæðingsins. Nico Kranjcar átti ágætt skot að marki sem fór naumlega framhjá marki Arsenal. Skömmu síðar varði David James vel frá Tomas Rosicky. En annars var fremur fátt um opin færi í fyrri hálfleik og markalaust þegar gengið var til búningsklefa. Benjani fékk svo gott færi í síðari hálfleik er hann slapp í gegnum vörn Arsenal. En hann náði ekki að koma sér í nægilega gott skotfæri og þar með rann sú sókn út í sandinn. William Gallas átti svo skot að marki af stuttu færi undir lok leiksins en boltinn fór yfir markið. Í uppbótartíma fékk svo Rosicky gullið tækifæri til að halda Arsenal á toppnum. Hann fékk gott skotfæri eftir góðan undirbúning Nicklas Bendtner en Tékkinn hitti ekki markið. Þar við sat og Manchester United hefur því formlega komið sér í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Sjá meira
Manchester United er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar eftir að Arsenal og Portsmouth gerðu markalaust jafntefli á Fratton Park í kvöld. Fyrir leikinn hafði Arsenal skorað í öllum sínum deildarleikjum á tímabilinu en þetta er langt í frá fyrsta markalausa jafntefli Portsmouth í ár. Leikurinn var sá síðasti sem var á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í dag en dagurinn hafði verið afar fjörlegur. Arsene Wenger ákvað að stilla upp sama liði og vann sigur á Tottenham um helgina en Harry Redknapp gerði þrjár breytingar á liði Portsmouth sem tapaði 4-1 fyrir Liverpool. Lauern og Kanu voru í byrjunarliði Portsmouth sem og Richard Hughes. Portsmouth hefur fjórum sinnum gert markalaust jafntefli á heimavelli í deildinni og fyrir utan 7-4 sigurinn á Reading hefur Portsmouth aðeins skorað fjögur mörk á heimavelli á tímabilinu. Leikurinn byrjaði þó fjörlega og bæði lið gerðu sig líkleg til að skapa usla fyrir framan mark andstæðingsins. Nico Kranjcar átti ágætt skot að marki sem fór naumlega framhjá marki Arsenal. Skömmu síðar varði David James vel frá Tomas Rosicky. En annars var fremur fátt um opin færi í fyrri hálfleik og markalaust þegar gengið var til búningsklefa. Benjani fékk svo gott færi í síðari hálfleik er hann slapp í gegnum vörn Arsenal. En hann náði ekki að koma sér í nægilega gott skotfæri og þar með rann sú sókn út í sandinn. William Gallas átti svo skot að marki af stuttu færi undir lok leiksins en boltinn fór yfir markið. Í uppbótartíma fékk svo Rosicky gullið tækifæri til að halda Arsenal á toppnum. Hann fékk gott skotfæri eftir góðan undirbúning Nicklas Bendtner en Tékkinn hitti ekki markið. Þar við sat og Manchester United hefur því formlega komið sér í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti