Innlent

Hefur áhyggjur af stöðu karlmannsins

MYND/GVA

Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands lagði út af sögunni um Jósef, jarðneskan föður Jesú Krists, í predikun sinni í miðnæturmessu í Dómkirkjunni í gær.

Biskup hefur áhyggjur af stöðu karlmannsins í samfélaginu og sagði meðal annars: „Leggjum trúna að hjarta okkar, eins og lítið ungbarn. - Líka við karlmennirnir, munum eftir honum Jósef! Ekki síst andspænis þeim tíðaranda sem leitast við að ræna karlmanninn karlmennsku sinni, og virðingu sem maður, sem faðir, ábyrgur fyrir lífi sínu og afkvæma sinna, lífi og heill, andlegri og líkamlegri."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×