Innlent

Kúlukrækir á Suðurlandi?

Á fimmta þúsund golfkúlum hefur verið stolið á tveimur golfvöllum á Suðurlandi á rúmum mánuði.

Á fimmtudag uppgötvaði gæslumaður golfvallarins í Þorlákshöfn að búið var að brjóta upp golfboltaskammtara og stela úr honum á milli 2000 og 3000 æfingagolfkúlum. Fyrir um rúmum mánuði var um 2000 golfkúlum stolið úr sams konar sjálfsala við golfvöllinn á Selfossi og það mál er einnig óupplýst.

Lögregla á Selfossi segir ekki vísbendingar um hvort sömu aðilar tengist báðum þessum málum en ef svo væri þá eru þeir vel byrgir af kúlum og einhver ætti að geta orðið var við það. Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um báða þessa þjófnaði að hafa samaband í síma 480 1010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×