Innlent

Taldi að jólapökkunum hefði verið stolið

Það borgar sig að læsa íbúðum og húsum svo þjófóttir jólasveinar steli ekki öllum jólapökkunum.
Það borgar sig að læsa íbúðum og húsum svo þjófóttir jólasveinar steli ekki öllum jólapökkunum. MYND/Getty Images

Lögreglunni á Selfossi var um helgina tilkynnt um að brotist hefði verið inn í íbúð og þaðan stolið öllum jólapökkunum sem húsráðandi hafði lokið við að pakka inn og ætlað vinum og vandamönnum.

Hins vegar voru engin ummerki um innbrot en húsráðandi viðurkenndi að hann hefði skilið húsið eftir ólæst og gengið til náða. Síðar kom í ljós að einhver nákominn hafði tekið pakkanna og segir lögregla þetta áminningu til húsráðanda um að læsa húsinu.

Lögreglan vill sömuleiðis nota þetta gullna tækifæri til að benda fólki á að læsa húsum sínum áður en gengið er til náða og eins þegar hús eða íbúðir eru yfirgefnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×