Enski boltinn

Grant ætlar sér að ná í gæðaleikmenn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Avram Grant, knattspyrnustjóri Chelsea.
Avram Grant, knattspyrnustjóri Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Avram Grant, knattspyrnustjóri Chelsea, segist ætla að ná sér í leikmenn í háum gæðaflokki þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar næstkomandi.

Þegar Afríkumótið hefst í næsta mánuði mun Chelsea missa fjóra leikmenn - þá Didier Drogba, Salomon Kalou, Michael Essien og John Obi Mikel. En þrátt fyrir það segist Grant ekki ætla að ná í leikmenn til að fylla í skörð þeirra til skamms tíma.

„Við munum ekki kaupa framherja í stað Didier Drogba af því að mér finnst Didier vera besti framherji heims um þessar mundir. En við viljum fá framherja í liðið og ef við finnum einhvern munum við reyna að fá hann," sagði Grant við heimasíðu Chelsea.

„Þetta snýst ekki um peninga, heldur gæði. Ég vil ekki fá framherja sem er ekki nógu góður fyrir okkur. Það er erfitt að finna þann eina rétta."

Hann segir að endurkoma Michael Ballack muni einnig styrka liðið en hann ætti að vera orðinn leikfær á næstu tveimur vikum.

„Þrátt fyrir að Afríkukeppnin sé á næsta leyti viljum við ekki fá leikmenn nema þeir gagnist okkur til lengri tíma litið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×