Enski boltinn

Ronaldo sá um Fulham

Elvar Geir Magnússon skrifar

Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Manchester United sem vann 2-0 sigur á Fulham í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. United byrjaði leikinn á Old Trafford af miklum krafti og komst yfir eftir tíu mínútna leik.

John O'Shea lagði síðan upp annað mark fyrir Ronaldo í seinni hálfleik og United vann nokkuð þægilegan sigur. Fulham lék ágætlega í þessum leik en Englandsmeistararnir reyndust einfaldlega of stór biti í kvöld.

Manchester United er í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Arsenal. Fulham er í fjórtánda sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×