Enski boltinn

Bjartsýni hjá Boro

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ronaldinho ásamt félaga sínum Lionel Messi.
Ronaldinho ásamt félaga sínum Lionel Messi.

Middlesbrough virðist ætla að skáka Birmingham í samkeppni um bjartsýnisverðlaunin fyrir árið 2007. Samkvæmt fréttum frá Spáni hefur Middlesbrough, sem er í botnbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar, gert tilboð í Ronaldinho hjá Barcelona.

Vangaveltur hafa verið uppi um framtíð Ronaldinho en Middlesbrough er eina liðið sem hefur gert tilboð í leikmanninn. Það tilboð hljóðar upp á tíu milljónir punda.

Mörgum þótti að stjórnarmenn Birmingham væru full bjartsýnir í leit sinni að knattspyrnustjóra þegar þeir höfðu meðal annars samband við Marcello Lippi. Stjórnarmenn Middlesbrough virðast þó hafa náð að toppa þá í bjartsýninni.

Ef svo einstaklega ólíklega vill til að Barcelona taki tilboði Middlesbrough eru taldar jafnvel enn minni líkur á því að Ronaldinho hafi nokkurn áhuga á að ganga til liðs við enska félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×