Enski boltinn

Walsh: Berbatov vill fara

Elvar Geir Magnússon skrifar
Berbatov hefur mikið verið í umræðunni.
Berbatov hefur mikið verið í umræðunni.

Paul Walsh, fyrrum leikmaður Tottenham, segir að Dimitar Berbatov vilji greinilega yfirgefa félagið. Hann segir að Berbatov sé ekki að sýna sínar bestu hliðar því hugur hans sé hjá Manchester United.

„Maður hefur séð þetta á Berbatov allt frá fyrsta degi leiktíðarinnar. Hann vill ekki vera hjá Tottenham. Maður sér þetta á öllum hans tilburðum og viðbrögðum," sagði Walsh í viðtali við Daily Star.

Berbatov hefur oftar en einu sinni verið orðaður við Manchester United og talað um að Englandsmeistararnir hyggist reyna að kaupa hann í janúar.

„Þrátt fyrir að hann vilji kannski yfirgefa Tottenham þá verður hann samt að leggja sig allan fram. Þá mun fólk sýna honum mun meiri virðingu," sagði Walsh.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×