Enski boltinn

Arsenal vill Afellay

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ibrahim Afellay er talinn einn allra besti ungi leikmaðurinn í hollenska boltanum
Ibrahim Afellay er talinn einn allra besti ungi leikmaðurinn í hollenska boltanum Nordic Photos/Getty Images

Arsenal hefur áhuga á miðjumanninum Ibrahim Afellay sem leikur með PSV Eindhoven í Hollandi. Þessi 21. árs leikmaður hefur spilað mjög vel í hollensku deildinni en hann kemur upp úr unglingastarfi PSV.

Afellay gat valið milli þess að spila fyrir Holland eða Marokkó en ákvað á þessu ári að leika fyrir hollenska landsliðið.

Talið er að fyrrum stjóri hans, Ronaldo Koeman sem nú er hjá Valencia, hafi einnig áhuga á þessum leikmanni. Arsenal er þó talið líklegra til að krækja í leikmanninn en njósnari frá liðinu var að fylgjast með honum um helgina.

Ljóst er að Afellay mun kosta sitt en PSV vill halda honum hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×