Liverpool fór létt með Bolton Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. desember 2007 16:13 Fernando Torres skorar hér annað mark Liverpool í dag. Nordic Photos / Getty Images Steven Gerrard fór á kostum þegar Liverpool vann 4-0 stórsigur á Bolton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gerrard lagði upp fyrstu tvö mörkin og skoraði svo það þriðja sjálfur. Það var svo Ryan Babel sem bætti við fjórða markinu undir lok leiksins. Peter Crouch og Fernando Torres voru saman í fremstu víglínu Liverpool í byrjunarliðinu í fyrsta skiptið í ensku úrvalsdeildinni. Hjá Bolton voru þeir El-Hadji Diouf og Nicolas Anelka aftur í byrjunarliðinu en þeir voru hvíldir í vikunni. Danny Guthrie lék ekki með Bolton í dag þar sem hann er lánsmaður hjá Bolton frá Liverpool. Crouch var ekki lengi að láta til sín taka og mátti Lubomir Michalik bjarga á marklínu Bolton-marksins eftir marktilraun Crouch. Nokkrum mínútum síðar var Diouf heppinn að sleppa með áminningu fyrir fólskulegt brot á Alvaro Arbeloa. Hann hefði auðveldlega getað fengið rautt spjald en slapp með skrekkinn. En fyrsta markið kom á 17. mínútu og var Sami Hyypia þar að verki. Hann skallaði knöttinn í markið eftir fyrirgjöf Steven Gerrard úr aukaspyrnu. Nicolas Anelka hefði átt að jafna metin er hann var með boltann fyrir auðu marki eftir að Jamie Carragher og Pepe Reina skullu saman. Anelka hitti ekki markið, ótrúlega nokk. En í stað þess að Bolton jafnaði metin komst Liverpool tveimur mörkum yfir áður en hálfleikurinn var liðinn. Gerrard var enn og aftur maðurinn á bak við sókn Liverpool og gaf glæsilega sendingu á Torres sem skilaði knettinum örugglega í netið. Þannig var staðan í hálfleik en sá síðari var ekki nema ellefu mínútna gamall þegar Gerrard skoraði sjálfur þriðja mark Liverpool eftir að hafa lagt upp hin tvö. Brotið var á Crouch innan teigs og dæmt víti sem Gerrard skoraði örugglega úr. Ryan Babel skoraði svo síðasta markið eftir að Jussi Jaaskelainen ver skot frá varamanninnum Dirk Kuyt sem kom inn á fyrir Torres. Liverpool er nú með þrjátíu stig eftir fjórtán leiki og er nú í þriðja sæti deildarinnar en Manchester United og Manchester City eru einnig með þrjátíu stig en lakara markahlutfall. Bolton er í sautjánda sæti deildarinnar með ellefu stig. Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Steven Gerrard fór á kostum þegar Liverpool vann 4-0 stórsigur á Bolton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gerrard lagði upp fyrstu tvö mörkin og skoraði svo það þriðja sjálfur. Það var svo Ryan Babel sem bætti við fjórða markinu undir lok leiksins. Peter Crouch og Fernando Torres voru saman í fremstu víglínu Liverpool í byrjunarliðinu í fyrsta skiptið í ensku úrvalsdeildinni. Hjá Bolton voru þeir El-Hadji Diouf og Nicolas Anelka aftur í byrjunarliðinu en þeir voru hvíldir í vikunni. Danny Guthrie lék ekki með Bolton í dag þar sem hann er lánsmaður hjá Bolton frá Liverpool. Crouch var ekki lengi að láta til sín taka og mátti Lubomir Michalik bjarga á marklínu Bolton-marksins eftir marktilraun Crouch. Nokkrum mínútum síðar var Diouf heppinn að sleppa með áminningu fyrir fólskulegt brot á Alvaro Arbeloa. Hann hefði auðveldlega getað fengið rautt spjald en slapp með skrekkinn. En fyrsta markið kom á 17. mínútu og var Sami Hyypia þar að verki. Hann skallaði knöttinn í markið eftir fyrirgjöf Steven Gerrard úr aukaspyrnu. Nicolas Anelka hefði átt að jafna metin er hann var með boltann fyrir auðu marki eftir að Jamie Carragher og Pepe Reina skullu saman. Anelka hitti ekki markið, ótrúlega nokk. En í stað þess að Bolton jafnaði metin komst Liverpool tveimur mörkum yfir áður en hálfleikurinn var liðinn. Gerrard var enn og aftur maðurinn á bak við sókn Liverpool og gaf glæsilega sendingu á Torres sem skilaði knettinum örugglega í netið. Þannig var staðan í hálfleik en sá síðari var ekki nema ellefu mínútna gamall þegar Gerrard skoraði sjálfur þriðja mark Liverpool eftir að hafa lagt upp hin tvö. Brotið var á Crouch innan teigs og dæmt víti sem Gerrard skoraði örugglega úr. Ryan Babel skoraði svo síðasta markið eftir að Jussi Jaaskelainen ver skot frá varamanninnum Dirk Kuyt sem kom inn á fyrir Torres. Liverpool er nú með þrjátíu stig eftir fjórtán leiki og er nú í þriðja sæti deildarinnar en Manchester United og Manchester City eru einnig með þrjátíu stig en lakara markahlutfall. Bolton er í sautjánda sæti deildarinnar með ellefu stig.
Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira