Enski boltinn

Jóhannes Karl mætir Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhannes Karl Guðjónsson, leikmaður Burnley.
Jóhannes Karl Guðjónsson, leikmaður Burnley. Nordic Photos / Getty Images

Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar í Burnley taka á móti Arsenal í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar.

Dregið var í dag og mun Manchester United mæta Aston Villa í einum af þremur viðureignum þar sem úrvalsdeildarlið mætast.

Hinir leikirnir eru viðureignir Tottenham og Reading annars vegar og West Ham og Manchester City hins vegar.

Chelsea tekur á móti QPR og Liverpool mætir annað hvort Luton eða Nottingham Forest á útivelli.

Aston Villa vann Manchester United í bikarkeppninni í fyrra, einnig í þriðju umferð en þá á Old Trafford. Þetta er í fjórða skiptið á undanförnum sjö árum sem liðin mætast í ensku bikarkepninni.

Leikirnir fara fram fimmta og sjötta janúar.

Leikirnir í þriðju umferð:

Preston - Scunthorpe

Port Vale/Chasetown - Cardiff

Colchester - Peterborough

Bolton - Sheffield United

Blackburn - Coventry

Brighton - Mansfield

Northampton/Walsall - Millwall

Charlton - West Brom

Watford - Crystal Palace

Luton/Nottingham Forest - Liverpool

Plymouth - Hull

Aston Villa - Manchester United

Tranmere - Hereford

Tottenham - Reading

Burnley - Arsenal

Bristol City - Middlesbrough

Fulham - Bristol Rovers

Huddersfield - Birmingham

Horsham/Swansea - Havant & Waterlooville

Sunderland - Wigan

Oxford/Southend - Dagenham & Redbridge

Everton - Oldham

Derby - Sheffield Wednesday

Southampton - Leicester

West Ham - Manchester City

Ipswich - Portsmouth

Wolves - Cambridge

Barnsley - Blackpool

Chelsea - QPR

Stoke - Newcastle

Swindon - Burton Albion/Barnet

Norwich - Bury




Fleiri fréttir

Sjá meira


×