Enski boltinn

Staines úr leik í ensku bikarkeppninni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ali G á heima í Staines.
Ali G á heima í Staines.

Fyrir nokkrum árum komst smábærinn Staines í Englandi á kortið vegna hins skrautlega Ali G. Í dag datt knattspyrnulið bæjarins úr leik í ensku bikarkeppninni.

Þetta var í fyrsta skipti í sögu knattspyrnufélagsins í bænum, Staines Town FC, sem það kemst alla leið í aðra umferð bikarkeppninnar.

Liðið leikur í tólftu efstu deild á Englandi og hafa í gegnum tíðina borið gælunafnið „The Swans„ eða „The Wheatsheafers".

Hins vegar, eftir að Ali G þættirnir slógu í gegn, hefur liðið aðallega gengið undir nafninu „The Massive" eða einfaldlega „Staines Massive".

Mikil fagnaðarlæti brutust út í bænum er liðið lagði enska D-deildarliðið Stockport á heimavelli eftir vítaspyrnukeppni. Liðin skildu jöfn á heimavelli Stockport, 1-1, og þurfti því að endurtaka leikinn í Staines. Þar skildu liðin aftur jöfn, 1-1.

Í dag tapaði liðið hins vegar fyrir Peterborough sem leikur í ensku D-deildinni, rétt eins og Stockport. Peterborough vann leikinn með fimm mörkum gegn engu.

Þá komst neðrideildarliðið Havant og Waterlooville í fyrsta skipti í sögu félagsins í þriðju umferð bikarkeppninnar þar sem það á möguleika á að mæta liðum úr efstu tveimur deildunum á Englandi.

Liðið gerði sér lítið fyrir og vann Notts County, 1-0. Tony Taggart skoraði sigurmark leiksins þegar skammt var til leiksloka.

Úrslit leikjanna í dag:

Horsham - Swansea 1-1

Bradford - Tranmere 0-3

Bristol Rovers - Rushden 5-1

Burton - Barnet 1-1

Bury - Exeter 1-0

Cambridge U - Weymouth 1-0

Dag & Red - Kidderminster 3-1

Hereford - Hartlepool 2-0

Huddersfield - Grimsby 3-0

Millwall - Bournemouth 2-1

Northampton - Walsall 1-1

Notts County - Havant & Waterlooville 0-1

Oldham - Crewe 1-0

Oxford U - Southend 0-0

Staines Town - Peterborough 0-5

Swindon - Forest Green 3-2

Torquay - Brighton 0-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×